fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Play kynnir nýjan áfangastað

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 11:13

Kanaríeyjar, Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Play hefur kynnt nýjan áfangastað en það er Gran Canaria. Eyjan er ein af Kanaríeyjum sem tilheyra Spáni en eru við norðvesturströnd Afríku.

Á syðsta hluta eyjunnar eru einhverjir vinsælustu sumardvalarstaðir Evrópubúa, á norðurströndinni er að finna höfuðborgina Las Palmas en miðja eyjarinnar er skógi vaxið fjalllendi. Hitastigið er í kringum 20°C, andvarinn frá sjónum kælir hitann frá sólinni og meðfram allri eyjunni eru unaðslegar strendur og tær sjór.

Gran Canaria býður upp á fjölbreytta möguleika með dásamlega golfvelli, frábærar aðstæður til hjólreiða, dýragarða, vatnagarða og söfn og útsýnið og stemningin í sjarmerandi fjallaþorpunum er einstök upplifun.

Fyrsta flug Play til Gran Canaria verður 22. desember og flogið verður einu sinni í viku á miðvikudögum til 13. apríl 2022. Áfram verður flogið til Tenerife en það er ágætt að hafa úrval af Kanaríeyjum þegar kemur að sólþyrstum Íslendingum.

Á morgun, 24. júní fer svo fyrsta flug Play í loftið til London Stansted. „Þetta er áfangi sem starfsmenn Play hafa lengi beðið eftir og mikil vinna, elja og þrautseigja að baki því að komast loksins í loftið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“