fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Play kynnir nýjan áfangastað

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 11:13

Kanaríeyjar, Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Play hefur kynnt nýjan áfangastað en það er Gran Canaria. Eyjan er ein af Kanaríeyjum sem tilheyra Spáni en eru við norðvesturströnd Afríku.

Á syðsta hluta eyjunnar eru einhverjir vinsælustu sumardvalarstaðir Evrópubúa, á norðurströndinni er að finna höfuðborgina Las Palmas en miðja eyjarinnar er skógi vaxið fjalllendi. Hitastigið er í kringum 20°C, andvarinn frá sjónum kælir hitann frá sólinni og meðfram allri eyjunni eru unaðslegar strendur og tær sjór.

Gran Canaria býður upp á fjölbreytta möguleika með dásamlega golfvelli, frábærar aðstæður til hjólreiða, dýragarða, vatnagarða og söfn og útsýnið og stemningin í sjarmerandi fjallaþorpunum er einstök upplifun.

Fyrsta flug Play til Gran Canaria verður 22. desember og flogið verður einu sinni í viku á miðvikudögum til 13. apríl 2022. Áfram verður flogið til Tenerife en það er ágætt að hafa úrval af Kanaríeyjum þegar kemur að sólþyrstum Íslendingum.

Á morgun, 24. júní fer svo fyrsta flug Play í loftið til London Stansted. „Þetta er áfangi sem starfsmenn Play hafa lengi beðið eftir og mikil vinna, elja og þrautseigja að baki því að komast loksins í loftið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra