fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Þjóðverjar skilja ekkert í þessari ákvörðun

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 21. júní 2021 07:15

Jadon Sancho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmar átta milljónir Þjóðverja horfðu á leik Englendinga og Skota síðastliðið föstudagskvöld á Evrópumótinu í knattspyrnu og brá flestum þeirra í brún. Jadon Sancho fékk ekki að spila eina mínútu fyrir Englendinga annan leikinn í röð.

Þjóðverjar hafa fylgst með Sancho í Bundesligunni síðustu ár þar sem hann hefur verið frábær. Þýskir aðdáendur vonast til að sjá Sancho í lokaleik Englendinga í riðlakeppninni á þriðjudag og gæti verið að hann fái tækifæri í þeim leik.

„Við höfum frábæra möguleika frammi og margir eru ungir og á stórmóti í fyrsta skipti. Við verðum að vera raunsæir varðandi þá leikmenn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi.

„Jadon á alveg möguleika á að spila næsta leik. Hann hefur æft vel síðustu daga. Við eigum eftir að taka ákvörðun.“

Margir hafa furðað sig á því að Sancho hafi ekki enn fengið að spila á EM þar sem sóknarleikur Englendinga hefur ekki verið upp á marga fiska.

„England hljóta að hafa bestu sóknarlínuna í Evrópu. Öðruvísi get ég ekki útskýrt hvers vegna Jadon Sancho hefur ekki fengið mínútu á Evrópumótinu hingað til,“ sagði Patrick Berger á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Færir sig um set í Ástralíu

Færir sig um set í Ástralíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“