fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Markaregn í Mosó – Dramatík í Grindavík

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Lengjudeildar karla.

Fullt af mörkum í Mosó

Afturelding fékk Selfoss í heimsókn. Úr varð fjörugur leikur sem lauk með jafntefli.

Pedro Vazquez Vinas skoraði tvö mörk fyrir heimamenn snemma leiks. Það fyrra á 8. mínútu og það seinna um þremur mínútum síðar.

Gary Martin svaraði fyrir Selfyssinga. Hann minnkaði muninn á 23. mínútu og jafnaði 20 mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-2.

Ingvi Rafn Óskarsson kom gestunum yfir um miðjan seinni hálfleik. Kári Steinn Hlífarsson jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 3-3.

Afturelding er í níunda sæti deildarinnar með 6 stig. Selfoss er sæti neðar með stigi minna.

Grindavík kláraði Gróttu í uppbótartíma

Grindavík tók á móti Gróttu. Heimamenn unnu sigur þrátt fyrir að lengi hafi stefnt í jafntefli.

Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindvíkingum yfir á 39. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Pétur Theódór Árnason jafnaði fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Á 85. mínútu fékk Arnar Þór Helgason, í liði Gróttu, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það virtis hafa slæm áhrif á liðið því þeir fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Fyrst kom Sigurjón Rúnarsson Grindavík yfir. Sigurður Bjartur skoraði svo sitt annað mark úr víti í blálokin. Lokatölur 3-1.

Grindavík er komið upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig. Græotta er í sjöunda sæti með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen