fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, Björn Þorláksson, hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir meinta ólögmæta niðurlagningu á starfi hans. Krefst hann 23 milljóna sem samanstanda af tveggja ára launum og miskabótum. RÚV greindi frá.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Í stefnu Björns á ríkið kemur fram að honum hafi verið tilkynnt um það í upphafi árs 2017 að starf hans yrði lagt niður.  Rúmum mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlunar. Björn telur að verkefnalýsing þess starfs hafi verið sú sama og gilti fyrir hans eigið starf sem upplýsingafulltrúi, sem lagt var niður.

Björn segir að ekki hafi þurft að grípa til svo harkalegra aðgerða við að leggja niður starf hans en þessi ákvörðun hafi reynst honum afar íþyngjandi.

Ekki kemur fram í endursögn RÚV á stefnunni nákvæmlega hvernig Umhverfisstofnun á að hafa brotið lög með ákvörðun um að leggja starf Björns niður, en þó segir:

„Björn telur að ákvörðun Umhverfisstofnunar um leggja niður starf hans hafi verið ólögmæt. Forsendurnar fyrir þeirri ákvörðun hafi verið hreinn fyrirsláttur því uppsögn hans hafi verið löngu áformuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti