fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Fyrstu tölur úr Suðvestur hjá Sjálfstæðismönnum – Hnífjafnt í baráttunni um öruggu sætin

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 19:11

Bjarni Benediktsson í Kastljósi. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu tölur voru rétt í þessu tilkynntar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðvesturkjördæmi. Flokkurinn náði fjórum þingmönnum inn á þing í síðustu kosningum. Niðurstöður síðasta prófkjörs sem haldið var í kjördæminu, árið 2016, þóttu heldur karlægar og var því brugðið á það ráð að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp listann. Fór þá svo að Vilhjálmur Bjarnason sem hafði tryggt sér öruggt þingsæti í prófkjörinu færðist niður listann og datt út af þingi.

Samtals greiddu 4.700 atkvæði og talin hafa verið 1.419 af þeim, eða um þriðjungur greiddra atkvæða.

Allir sitjandi þingmenn kjördæmisins raða sér í efstu fjögur sætin, og má því búast við, að óbreyttu, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kraganum verði þeir sömu og voru síðast. Í baráttusætinu, svo að segja, er Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.

Það er þó alls ekki útséð með niðurstöðurnar, því aðeins munar örfáum atkvæðum á að Arnar Þór ýti sér upp í þriðja sætið og ýti þeim Bryndísi og Óla Birni niður. Vænta má að neglur verði nagaðar í kosningapartýi Arnars Þórs fram að næstu tölum, hið minnsta.

Efstu sex sætin eru svona eftir fyrstu tölur:

Í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og sitjandi oddviti kjördæmisins með 1.169 atkvæði, eða 82% talinna atkvæða. Afgerandi forysta það.

Jón Gunnarsson er í öðru sæti.

3. Bryndís Haraldsdóttir

4. Óli Björn Kárason

5. Arnar Þór Jónsson

6. Sigþrúður Ármann

Röðun sex efstu frambjóðenda er tilkynnt. Athygli vekur að Vilhjálmur Bjarnason kemst ekki á blað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm