fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir til að fólk geti ekki orðið eldra en 150 ára

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. júní 2021 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 120 til 150 ár glatar mannslíkaminn getu sinni til að geta náð sér af álagi á borð við sjúkdóma og meiðsli, þetta veldur því að fólk getur ekki orðið eldra en 120 til 150 ára. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem vísindamenn notuðu reiknilíkön til að reikna út efri mörk mögulegs mannsaldurs.

Live Science skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi byggst á sögulegum gögnum og nútímagögnum frá mismunandi þjóðfélagshópum. Meðal gagnanna voru heilsufarsupplýsingar rúmlega 500.000 Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Blóðsýni voru nokkrum sinnum tekin úr þeim á nokkurra mánaða tímabili.

Vísindamennirnir skoðuðu síðan sérstaklega tengsl magns hvítra blóðkorna, sem berjast gegn sjúkdómum, og breytinga á magni rauðra blóðkorna. Magn beggja tegunda eykst með aldrinum og því er hægt að nota þau sem einhverskonar „líffræðilegt talningarviðmið“ sem varpar ljósi á líffræðilegan aldur fólks.

Vísindamennirnir litu á tölurnar og tímann sem leið á milli blóðprufa og gátu þannig reiknað út hversu mikla mótstöðu fólkið var með gegn sjúkdómum og meiðslum og hversu langan tíma það tæki líkama þeirra að jafna sig.

Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þegar fólk er á milli 120 og 150 ára missi líkaminn hæfileika sinn til að jafna sig af veikindum og meiðslum.

Rannsókn, sem var gerð 2016, sýndi að efri mörk mannsaldurs væru 125 ár en einnig eru til vísindamenn sem telja að engin efri mörk séu til.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri