fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Allt brjálað þegar Fofana sást í Arsenal treyju

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Fofana, varnarmaður Leicester City var myndaður í Arsenal treyju í sumarfríi sínu í Dubai. Hann heldur því fram myndin sé einungis til vegna þess að hann hafi verið plataður af vinum sínum.

Fofana vakti mikla athygli á sínu fyrsta tímabili á Englandi en hann kom frá Saint Etienne. Hann er nú orðaður við stærstu lið Evrópu eftir frábært tímabil hjá Leicester.

Þegar Fofana sást í Arsenal treyju fóru sögusagnir á flug á netmiðlum en Fofana útskýrði málið strax á Twitter:

„Ég var plataður af nokkrum félögum í að klæðast Arsenal Treyju,“ skrifaði Fofana á Twitter.

„Ég spilaði fótboltaleik með nokkrum vinum og í lokin skiptust við á treyjum. Það var tekin mynd og ég hafði enga hugmynd um að hún myndi enda á samfélagsmiðlum.“

„Ég finn til með aðdáendum okkar og er reiður út í strákana fyrir að hafa nýtt þetta tækifæri til þess að láta mig líta illa út.“

Fofana er með samning við Leicester til 2025 og er ólíklegt að félagið vilji selja kappann til keppinautanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“