fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum – „Ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 10:13

Kristján Þór Júlíusson. Mynd- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi framgöngu fyrirtækisins í Namibíu sem greint var frá í Samherjaskjölunum. Þetta kom fram í viðtali sem birtist við ráðherrann í Morgunblaðinu í dag í tilefni Sjómannadagsins. Kristján Þór hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir tengsl sín við fyrirtækið en hann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um mál sem taka beint til fyrirtækisins.

„Það er ákaflega dapurt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að horfa upp á þessa stöðu sem hefur byggst upp í kringum þetta ágæta fyrirtæki. Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að forsvarsmenn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag.“

Kristján segist þó ekki þekka til þeirra ásakana sem bornar hafa verið upp gegn fyrirtækinu.

„Ég hef í þessari umræðu verið samsamaður viðbrögðum fyrirtækisins við þessu máli. Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki, en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt.“

Segir hann vont að umræðan um Samherja hafi smitað út frá sér og haft áhrif á heila atvinnugrein.

„Eins frábærum árangri og íslenskur sjávarútvegur hefur náð á undanförnum árum og áratugum, þá felur þessi staða í sér að hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“