fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Læknir á Íslandi braut lög og reglur – Lögmaður konunnar hyggst taka málið lengra

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. júní 2021 18:38

Mynd/Getty/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir á vegum Útlendingastofnunar braut lög og reglur með útgáfu á vottorði um að albönsk kona sem var komin 36 vikur á leið mætti fara í flug. Landlæknir úrskurðaði þetta en Claudia Wilson, lögmaður albönsku konunnar, sagði frá því í samtali við Vísi. Lögmaðurinn hyggst taka málið lengur.

Mál albönsku konunnar vakti mikla athygli á sínum tíma, eða í nóvember fyrir tveimur árum síðar. Albanska konan, sem var þá á þrítugsaldri, var vísað úr landi ásamt maka sínum og tveggja ára barni eftir að hún sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Kvöldið fyrir brottvísunina höfðu ljósmæður mótmælt því að konan færi í flug en vottorð læknisins hjá Útlendingastofnun var látið gilda engu að síður.

Daginn sem albanska konan og fjölskylda hennar voru send úr landi ræddi fréttastöðva Stöðvar 2 við starfandi forstjóra Útlendingastofnunar, Þorstein Gunnarsson. Aðspurður um það hvort þetta hafi verið mistök af hálfu stofnunarinnar sagði Þorsteinn að svo væri ekki.

„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“

Claudia ræddi um niðurstöðuna í samtali við Vísi. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir hún en læknirinn mátti ekki gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand albönsku konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia.

Þá hafði læknirinn átt að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni eins og ljósmóður, fæðingarlækni eða kvensjúkdómalækni. Claudia segir hann ekki hafa gert það. „Út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni