fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Þetta má lögreglan gera á Íslandi eftir nýjustu reglubreytingu dómsmálaráðherra

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. júní 2021 18:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki þarf lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt brot á lögum svo lögregluyfirvöld á Íslandi geti beitt sérstökum rannsóknaraðferðum. Aðferðir á borð við dulargervi, flugumenn, tálbeitur, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar verða nú heimilaðar ef um er að ræða einhvern „grun“ á því að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot.

Reglugerðarbreytingin sem heimilar þetta tók gildi þann 17. maí síðastliðinn en Vísir greindi frá og vakti athygli á þessari breytingu fyrr í dag. Með breytingunni verður svigrúm lögreglu til að nota umræddar aðgerðir mun meira þar sem einungis þarf grun, ekki að hann sé einnig rökstuddur.

Munurinn á grun og rökstuddum grun er töluverður. Til að grunur sé rökstuddur þarf að hafa gögn sem rökstyðja einmitt gruninn. Án rökstuðnings er grunur mun opnara hugtak og því er auðveldara að sýna fram á að um grun sé að ræða.

Þá var ekki aðeins rökstuðningurinn tekinn úr reglugerðinni heldur var auk þess bætt við brotum sem eiga við þennan grun. Fyrir breytinguna þurfti brotið að varða 8 ára fangelsi eða þá líkamlegt ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fleiru. Nú má lögreglan einnig beita aðferðunum ef grunur er um njósnun, þáttöku í hryðjuverkasamtökum, mútun opinberra starfsmanna og sjálfsþvætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna