fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Aðgerðir stjórnvalda vegna gerenda í ofbeldismálum – Kynningarfundur í beinni útsendingu

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 13:30

Fókusinn er settur á gerendur í aðgerðum sem kynntar verða í dag. MYND/GETTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra boða til kynningarfundar um aðgerðirnar stjórnvalda vegna gerenda í ofbeldismálum. Fundurinn er í beinu streymi á Facebook og hefst klukkan 14 í dag og stendur til klukkan 15:30. Fundurinn ber yfirskriftina „Ekkert ofbeldi án gerenda“ og verður streymt beint á Facebook. Viðburðinn má nálgast hér.

„Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð,“ segir í kynningu á fundinum.

Þarna verða fyrstu markvissu aðgerðir stjórnvalda til að fækka ofbeldisbrotum með því að innleiða úrræði sem beinast að gerendum.
Aðgerðirnar fela m.a. í sér hvatningarsamtöl forvarnateyma með geranda/sakborningi, þróun fræðsluefnis fyrir sérfræðinga og almenning, tekin verða í notkun áhættumatskerfi bæði fyrir ofbeldi í nánum samböndum og varðandi áhættu á kynferðisbrotum gegn börnum auk þess sem verkferlar lögreglu við að draga úr áhættu á frekari brotum sakborninga verða þróaðir áfram.

Dagskrá fundarins:

Opnun fundar 
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

Aðgerðir gegn ofbeldi og af hverju tillögur um gerendur?
Samtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

112.is – nýr vefur Neyðarlínunnar kynntur
Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Hver er gerandi ofbeldis á Íslandi?
Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur og forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra

Taktu skrefið
Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Sálfræðihúsinu
Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðistofan Höfðabakka
Henrietta Ósk Gunnarsdóttir, sál­fræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð

Rannsóknir lögreglu á heimilisofbeldi
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn

Hvar fá gerendur aðstoð?
Kynning á úrræði Heimilisfriðar fyrir gerendur

Rannsóknir lögreglu á kynferðisofbeldi
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH

Þjálfun lögreglumanna í rannsókn kynferðisbrota og heimilisofbeldis
Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur og forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar

Pallborðsumræður:
Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur og forstöðumaður þjónustusviðs ríkislögreglustjóra
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglustöð 3 Kópavogi
Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH
Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur og forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar

Lokaorð
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum