fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Titringur í frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins – Fylla Moggann af greinum um sig

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir geta ekki byrjað daginn almennilega fyrr en þeir drekka fyrsta kaffibollann eða fara í sturtu. Aðrir geta ekki byrjað daginn fyrr en þeir lesa skoðanagreinarnar frá Sjálfstæðismönnum í Morgunblaðinu.

Þeir sem byrja daginn sinn á að lesa þær greinar mættu líklegast aðeins seinna til vinnu í morgun en venjulega þar sem það voru hvorki meira né minna en átta greinar frá sjálfstæðisfólki þar sem bæði var rætt um hvern ætti að kjósa í prófkjöri flokksins og svo skrifaði Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, grein um Fossvogsskóla.

Auðun Svavar Sigurðsson, skurðlæknir, hvatti fólk til að kjósa Diljá Mist Einarsdóttur og Arnljótur Bjarki Bergsson sagði Guðlaug Þór Þórðarson vera hæfastan. Það er síðan líklegast tilviljun að bæði Diljá og Guðlaugur skrifa bæði greinar í blaðið, Diljá skrifar um einstaklingsfrelsið og Guðlaugur um fríverslunarsamninga.

Diljá Mist sækist eftir þriðja sætinu á lista flokksins í komandi kosningum en Guðlaugur vill fá fyrsta sætið. Hann er ekki einn um að vilja það en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækist líka eftir því. Hún skrifar einnig grein í blaðið en hún fjallar um hana sjálfa, stuðningsgrein skrifuð af henni sjálfri.

Bæði Hildur Sverrisdóttir og Kjartan Magnússon sækjast eftir 3.-4. sæti á lista flokksins í komandi kosningum og skrifa þau bæði greinar í blaðið. Grein Hildar ber nafnið „Ekki kjósa mig“ en innihald hennar segir samt hvers vegna fólk ætti að kjósa hana. Kjartan talar ekki um sjálfan sig og ræðir frekar fasteignaskatta í Reykjavík.

Morgunblaðið var áður þekkt sem málgagn Sjálfstæðisflokksins en í dag er einmitt fyrrverandi formaður flokksins einn ritstjóra blaðsins. Morgunblaðið er gefið út af Árvakri sem er að hluta til í eigu Sigurbjörns Magnússonar, föður Áslaugar Örnu. Eyþór Arnalds á einnig stóran hlut í félaginu.

Þess má geta að Morgunblaðið er í aldreifingu á fimmtudögum og fer þá inn á hvert heimili. Það fá því fleiri en venjulega að njóta boðskapar frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem vilja komast á þing eftir næstu kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar