fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Bróðir Siggu Daggar blandar sér í málið: Segir Pétur Gaut hafa sparkað í magann á systur sinni

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 10:30

Samsett mynd/DV Frá vinstri: Sigga Dögg, Pétur Gautur og Kristín Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur milli Siggu Daggar, Péturs Gauts og Kristínar Pétursdóttur hafa staðið yfir í nokkurn tíma en rekja má rifrildið til kvörtunar frá yngri systur Siggu Daggar vegna hávaða á vinnustofu Péturs Gauts fyrir nokkrum mánuðum. Umrædd vinnustofa listmálarans er í fjölbýlishúsi við Njálsgötu en þar býr yngri systir Siggu Daggar. DV greindi frá málinu í gær en fram að því hafði rifrildið farið á flug á samfélagsmiðlum.

Í umfjöllun DV kom í stuttu máli fram að aðilar málsins voru sammála um að einhver æsingur hafi átt sér stað þetta kvöld en hvorki um hver átti upptökin né hvort líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt. Heimildir DV herma að kæra hafi verið lögð fram á hendur Péturs Gauts. Þá kom einnig fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem kvartað er undan hávaða á fyrrnefndri vinnustofu listmálarans sem gekkst við því að bjóða reglulega til gleðskapar og spila tónlist.

Garðar Örn Arnarson, bróðir Siggu Daggar og hins meinta fórnarlambs, hefur nú blandað sér í umræðuna og birti færslu á Twitter-síðu sína í dag þar sem hann fer ekki fögrum orðum um Pétur Gaut.

Sjá einnig: Sigga Dögg sakar landsþekkt fólk um ofbeldi gegn systur sinni

Garðar vill meina að Pétur hafi sparkað í magann á systur sinni, kallað hana hóru og öðrum illum nöfnum.

Hann er verulega ósáttur með að Pétur hafi brugðið sér í gervi fórnarlambs í viðtali við DV. Að lokum kallar hann Pétur „gimp“ og segir hann vera heppinn að systir þeirra Siggu hafi ekki hringt í sig þetta kvöld.

 

Sigga Dögg sagði frá því á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi að nágranni systur sinnar hafi verið vitni að árásinni og hafi sett sig í samband við hana. Hún spurði fylgjendur sína í gærkvöldi hvort fólk ætlaði að trúa þeim sem verða fyrir ofbeldi eða þeim sem beita því.

Skjáskot/instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum