fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

21 árs gamall síbrotamaður í fangelsi fyrir iPhone svik, 20 umferðarlagabrot og kerruþjófnað af Karlakórnum Heimi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 17:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs gamall karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjársvik, þjófnað og tuttugu umferðarlagabrot. Kemur fram í dómnum að maðurinn hafi átta sinnum áður verið fundinn sekur um refsiverð brot.

Athygli vekur að brotin eru framin víða um land og teygja sig aftur til haustsins 2019 þegar hann, á þriggja daga tímabili, sveik samtals 140 þúsund krónur úr fólki á Internetinu með því að telja þeim trú um að hann hefði iPhone xs MAX síma til sölu á Internetinu. Þannig blekkti hann fólk til þess að millifæra fyrst 100 þúsund krónur, og svo 40 þúsund krónur inn á reikning hans en afhenti aldrei umrædda síma.

Þá mun hann hafa leikið sama leik á Internetinu í desember það sama ár þegar hann seldi bifreið án þess að afhenda hana. Náði hann þannig að svíkja 100 þúsund krónur út úr manninum.

Enn fremur var maðurinn fundinn sekur um að hafa stolið kerru í Varmahlíð í Skagafirði í eigu Karlakórsins Heimis og síðar þann sama morgun að hafa stolið torfæruhjóli úr skemmu við sveitabæ í Skagafirði, ekið því að kerrunni og ekið svo á brott með allt heila klabbið.

Til viðbótar við ofangreind brot er maðurinn í þessum sama dómi sakfelldur fyrir 20 umferðarlagabrot framin á nokkurra mánaða tímabili vítt og breitt um landið. Flest þeirra varða hraðakstur og/eða akstur án þess að hafa til þess gild ökuréttindi.

Maðurinn játaði sök að öllu leiti nema hvað eitt umferðarlagabrot varðaði, en var við meðferð málsins fundinn sekur um það líka. Samtals voru ákæruliðirnir því 23 sem hann var sakfelldur fyrir.

Í ljósi sakaferils mannsins og ítrekaðra brota þótti fangelsisvist í þrjá mánuði hæfileg refsing. Að auki þarf maðurinn að greiða lögmanni sínum 900 þúsund krónur í málsvarnarlaun auk aksturskostnað að fjárhæð 77 þúsund króna. Þá er honum gert að greiða rúmlega tveggja milljóna sekt innan fjögurra vikna, en sæta ella fangelsi í tvo mánuði til viðbótar.

Að lokum var hann sviptur ökurétti í fjóra mánuði og sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini í sex ár og átta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall