fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Lítt þekkt vinatengsl: Þræðir Garðaskóla liggja víða – Sami bekkurinn ól af sér frambjóðendur í fjórum flokkum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 31. maí 2021 10:02

mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi er Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur og Sunnlendingur. Álfheiður er fædd 1969. Þó prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi hafi ekki enn farið fram er óhætt að fullyrða að þar muni Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, bera sigur úr býtum. Bjarni er fæddur 1970. Annað sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi skipar svo Sigmar Guðmundsson, fréttamaður á RUV til margra ára. Sigmar er fæddur 1969.

Við fyrstu sýn virðist þetta þríeyki ekki eiga mikið sameiginlegt en annað kom á daginn í gærkvöldi í áhugaverðustu óáhugaverðu grúppu Facebook, Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar.

Álfheiður, Sigmar og Bjarni eru nefnilega öll úr sama árgangi í Garðabænum.

Í samtali við blaðamann DV útskýrir Álfheiður að Sigmar og Bjarni voru saman í bekk í Flataskóla, en hún í hinum bekknum. „Svo fórum við upp í Garðaskóla og þá vorum við Bjarni saman í bekk en Sigmar í hinum bekknum.“ Í Garðabænum var það lengi þannig að Flataskóli og Hofsstaðaskóli voru einu barnaskólarnir og svo mættust allir Garðbæingar og Álftnesingar í Garðaskóla, sjöunda og upp í tíunda bekk.

Bjarni var ári á undan í skóla og er því bekkjarbróðir 69 módelanna þó hann sjálfur sé 70 módel.

Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því umsjónarkennari þeirra Bjarna og Álfheiðar var Friðjón Einarsson, sem einnig verður á lista í næstu kosningum. Friðjón vermir fjórða sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Afar ólíklegt er að Friðjón komist inn sem þingmaður, en færi það svo að Samfylkingin komi á óvart og nái tveimur þingmönnum inn í kjördæminu yrði Friðjón varaþingmaður og því hugsanlegt að hann og þríeykið úr Flata-, og Garðaskóla sætu öll fjögur saman á þingi í einu.

„Þetta er skemmtilegt,“ segir Álfheiður og rifjar það upp hvernig var að vera með „stuttbuxnadeildinni“ í skóla. „Mamma var í framboði fyrir kvennalistann og ég sprangaði um Garðaskóla í kvennalistabol. Mér var mikið strítt af því. Svo vissi skólinn ekkert hvernig hann átti að taka á þessu. Ég var kölluð inn á skrifstofu og allt,“ segir Álfheiður kíminn.

„Þeir höfðu gaman af því að koma mér upp á háa-Cið, en við vorum öll vinir og á tímabili vorum við meira að segja öll í Sjálfstæðisflokknum,“ segir hún að lokum, bersýnilega skemmt yfir þessu öllu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall