fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Útivistarmaður lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Patreksfirði

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á miðjum aldri lést í dag eftir hörmulegt slys við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að viðbragðsaðilum hafi verið tilkynnt um slysið kl.11:19 og þá þegar haldið á vettvang. Meðal annars var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til.

Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn hafi ætla að fara út í hyl undir Svuntufossi. Mikill straumur hafi reynst í hylnum og virðist sem svo að maðurinn hafist misst fótana og lent í sjálfheldu. Hann festist um stund þar til nærstaddir komu til bjargar en þá hafði hann misst meðvitund.

Svuntufoss
Staðsetning slyssins

Þau sem voru á staðnum hófu þegar endurlífgun og var þeim haldið áfram allt þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Rannsókn á tildrögum slyssin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum. Ótímabært er að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölskyldu hans hafi verið tilkynnt um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“