fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Útivistarmaður lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Patreksfirði

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á miðjum aldri lést í dag eftir hörmulegt slys við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að viðbragðsaðilum hafi verið tilkynnt um slysið kl.11:19 og þá þegar haldið á vettvang. Meðal annars var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til.

Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn hafi ætla að fara út í hyl undir Svuntufossi. Mikill straumur hafi reynst í hylnum og virðist sem svo að maðurinn hafist misst fótana og lent í sjálfheldu. Hann festist um stund þar til nærstaddir komu til bjargar en þá hafði hann misst meðvitund.

Svuntufoss
Staðsetning slyssins

Þau sem voru á staðnum hófu þegar endurlífgun og var þeim haldið áfram allt þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Rannsókn á tildrögum slyssin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum. Ótímabært er að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölskyldu hans hafi verið tilkynnt um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum