fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Flugumenn Samherja sagðir leynast innan Samfylkingarinnar – Ólína Þorvarðar krafin um nafnalista – „Full force gegn þeim, fokking Samherjastjórn“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 30. maí 2021 20:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherjamálið ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem eitthvað hefur fylgst með pólitíkinni hér á landi undanfarin misseri. Í ljós hefur komið að sveit Samherjamanna, sem skírðu sig því einkar óheppilega nafni, „skæruliðadeildin,“ hefur rætt um og plottað að hafa áhrif á niðurstöður kosninga til formanns Blaðamannafélags Íslands og í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Var þar rætt um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýr formaður Blaðamannafélagsins, yrði kjörin formaður Blaðamannafélagsins, og að Njáll Trausti Friðbertsson, nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi yrði kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Tekið skal fram að ekki er að sjá að neitt hafi orðið úr þessum umræðum þeirra á milli, og ljóst að spjallið sem vísað er til var einkasamtal örfárra einstaklinga sem lekið var í Stundina og Kjarnann fyrir fáeinum vikum. Ekkert hefur fengist staðfest um uppruna lekans, en þó hefur símaþjófnaður verið kærður til lögreglunnar á Akureyri og herma heimildir DV að um sé að ræða farsíma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja og meðlimar í skæruliðadeildinni.

Þrátt fyrir það er morgunljóst að afhjúpun Stundarinnar og Kjarnans hefur hleypt neista í pólitíkina og hafa margir fulltrúar flokkana haft stór orð um aðkomu Samherja að pólitík með þessum óvenjulega hætti.

Samfylkingin er ekki undanskilin þessum titringi. Á lokaðri innri Facebook síðu flokksins, „Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands“ skrifaði Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, nýlega að upplýsingarnar um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“ breyttu erindi flokksins fyrir komandi kosningar. „Undirróður og aðför að lýðræði í landinu tel ég vera svo alvarlegt mál, svo mikla ógn að ekki verði við unað,“ Skrifar Kjartan. „Frá og með þessari helgi snúast komandi kosningar um Samherja. Ertu með Samherja eða ertu á móti.“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, svarar Kjartani:

„Ég er orðin eldri en tvævetur og hef séð ýmislegt í sambandi við tengsl Samherja við stjórnmálaflokkana, hvernig þeir vinna og hafa sína þræði allstaðar. Samfylkingarfólk má ekki vera svo bláeygt að halda að þeir eigi ekki sína fulltrúa í okkar flokki – því það eiga þeir. Hvað athugist. Þess vegna mun líklega aldrei takast að virkja flokkinn af neinu viti í þessu máli, því það verður þyrlað upp ryki og moldviðri um aukaatriði, umræðunni drepið á dreif, talað um „fólkið á gólfinu“ sem ekki megi styggja og þar fram eftir götum. Því miður. Þetta er svona.

PS: Og þegar allt um þrýtur verður farið það að gera tortryggilegt það fólk sem heldur uppi gagnrýninni. Þetta hefur allt gerst áður.“

Hallgrímur Helgason rithöfundur dregur ekki úr höggunum, frekar en fyrri daginn og svarar Þórunni Sveinbjarnardóttur, fyrrum þingmanni og ráðherra Samfylkingarinnar þar sem hún segist ekki vilja gera stjórnendum fyrirtækjanna það til geðs að setja fókus á þá. Hallgrímur skrifar: „Enga kurteisi, full force gegn þeim, nú duga engin vettlingatök, fokking samherjastjórn!“

Mikil umræða sprettur því næst upp af orðum þessa þungavigtarfólks í flokknum. Einn flokksmaður krafðist þá að fá nafnalista með Samherjamönnum innan Samfylkingarinnar frá Ólínu. „Við hin sem sjáum ekki skratta í hverju horni og höfum ekki verið í toppstöðu og því ekki með yfirsýn – bíðum spennt,“ skrifar hún.

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem tekist er á innan síðunnar „Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands.“ Facebook síðan hefur þúsundir meðlima, allt innmúraðir Samfylkingarmenn, og því um býsna opinberan vettvang að ræða. Engu að síður hafa stjórnendur síðunnar, kjörnir fulltrúar í innri stjórnum flokksins, reynt að beisla umræðuna með einhvers konar ritstjórn undanfarið sem ekki er sátt um. DV sagði til dæmis frá því í apríl að áðurnefnd ritstjórn væri þá þegar farin að valda ólgu innan hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“