fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Þetta er ríkisstjórnin sem Sigmundur Davíð heldur að taki við eftir kosningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. maí 2021 16:59

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn allra þingflokka ræddu saman í Silfrinu á RÚV í dag í tilefni þingkosninganna í haust. Flestir kjósa að ganga óbundnir til kosninga en þó ekki allir. Bæði Samfylkingin og Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Píratar útiloka jafnframt samstarf við Miðflokkinn.

Fram kom í máli formanna núverandi stjórnarflokka að þau gætu vel hugsað sér að halda samstarfinu áðan enda hafi þeim öllum liðið vel í þessari ríkisstjórn. Þau lögðu hins vegar áherslu á að flokkar þeirra gengju óbundnir til kosninga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sér vinstri stjórn í kortunum. Telur hann að mynduð verði ríkisstjórn skipuð sömu flokkum og sitja núna í borgarstjórn. Líklegt sé þó að þar skipti Píratar og Framsóknarflokkurinn um sæti.

Sigmundur spái því þar með að næsta stjórn verði skipuð Samfylkingunni, Viðreisn, Framsóknarflokknum og VG.

„Það stefnir allt í Reykjavíkurmódelið í landsmálum. Að mynduð verði þannig ríkisstjórn, líklega samt að Pírötum verði skipt fyrir Framsókn ef það dugar til,“ sagði Sigmundur.

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu