fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Landsréttur þyngir dóm yfir Skeljagrandabróður – 12 mánaða fangelsi fyrir að koma ekki deyjandi konu til bjargar

Erla Dóra Magnúsdóttir, Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. maí 2021 16:22

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag þriggja mánaða dóm yfir Kristjáni Sívarssyni í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna kókaíneitrunar.

DV sagði frá því þegar ákæra var gefin út vegna málsins.

Kristján hafði nýverið verið veitt reynslulausn á eftirstöðvum 570 daga fangelsisrefsingar þegar hann var staddur með konunni þar sem hún neytti kókaíns. Maðurinn bar því við að hann hefði hringt í móður sína og beðið hana um að hringja eftir sjúkralið. Að hann hafi ekki hringt sjálfur í sjúkralið er í dómnum sagt kunna að hafa bjargað lífi konunnar.

Þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn á staðnum en flúði síðar af vettvangi. Gefin var út skipun til allra lögreglumanna að leita að Kristjáni vegna málsins, sem fannst svo daginn eftir. Gaf Kristján þá skýringu að hann hafi „panikkað,“ enda á skilorði, og flúið.

Þrátt fyrir umfangsmiklar endurlífgunartilraunir á vettvangi lést konan þarna um kvöldið. Hún átti fjögur börn, þar af þrjú með Kristjáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina
Fréttir
Í gær

Tyler Robinson látinn vera í sérstökum sloppi til að koma í veg fyrir sjálfsvíg – Hótaði að taka eigið líf

Tyler Robinson látinn vera í sérstökum sloppi til að koma í veg fyrir sjálfsvíg – Hótaði að taka eigið líf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“