fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Topp græjur en allt í hassi hjá Pírötum – Óútskýrðar truflanir á útsendingu með uppljóstrara – Tók málin í eigin hendur

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 18:36

Ætli þarna sé upprennandi Pírati á leiðinni ? MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal þingkonunnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur við Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara í Samherjamálinu hófst klukkan 17 í dag. Eftir einhverja stund kom að því að Jóhannes átti að svara spurningum frá áhorfendum, en þá fraus skyndilega útsendingin.

Viðtalið bar yfirskriftina Sannleikurinn um Samherja, en því var bæði streymt á Facebook-síðu og heimasíðu Pírata. Auk þess var streyminu deilt á DV og fleiri fjölmiðlum.

Í kjölfar tæknilegu örðugleikanna skrifaði Þórhildur Sunna á Facebook-síðu Pírata:

„Við skiljum alls ekki hvað er að ske með útsendinguna okkar. Við erum með topp græjur, topp net en allt í hassi. Það er verið að vinna mjög hörðum höndum að finna lausn á þessu rugli.“

Í athugasemdum fyrir neðan skilaboð Þórhildar fóru nokkrir að velta fyrir sér hvort utanaðkomandi aðstæður væru að hafa áhrif á streymið. Til að mynda spurði einn netverji: „Eruð þið með þjónustu frá Vodafone?“ og bætti við „Samherji á hlut í Vodafone.“ Þórhildur svaraði því fljótlega, og sagði að ekki væri verið að notast við þjónustu frá Vodafone.

Tók málin í sínar hendur

Að lokum tók Þórhildur málin í sínar eigin hendur og ákvað að nota símann sinn. Seinni hluta þessa viðtals, sem tekið var upp á síma Þórhildar má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Í gær

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Í gær

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“