fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Titringur í íslenska fimleikaheiminum – Birta myndbönd til sönnunar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 18:15

Skjáskot úr myndbandinu og frétt mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem nokkur titringur sé í íslenska fimleikaheiminum þessa stundina. Ástæðan er sú að Valgerður Sigfinnsdóttir í Gerplu var á dögunum sögð hafa brotið blað í sögu fimleika en ekki eru allir á sama máli þegar kemur að því hvort blaðið hafi verið brotið.

Þann 22. maí síðastliðinn birti mbl.is frétt þar sem fjallað var um Bikar­mótið í hóp­fim­leik­um en það fór fram í íþrótta­húsi Stjörnunn­ar í Garðabæn­um. „Val­gerður Sig­finns­dótt­ir úr Gerplu braut blað í sögu fim­leika þegar hún var fyrsta kona til að keppa með þre­falt helj­ar­stökk með hálfri skrúfu á hóp­fim­leika­móti,“ segir í fréttinni en svo virðist vera sem stökkið hafi verið framkvæmt áður hér á landi.

„Dýnan var ekki staðsett á gólfinu“

Fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Þar bendir hún á að dýnan sem notast var við á mótinu hafi ekki verið gild lendingardýna. „Satt og rétt nema hvað, mótið var ekki haldið í gilda lendingardýnu. Það er að segja, dýnan var ekki staðsett á gólfinu heldur í gryfjunni sem þýðir að minni líkur eru á meiðslum = minna stress,“ segir Glódís.

Glódís bendir svo á að fimleikalið Stjörnunnar í kvennaflokki hafi í dag birt myndband þar sem sjá má eins stökk og Valgerður gerði á mótinu. Myndbandið virðist sanna að Valgerður hafi ekki verið sú fyrsta til að ná stökkinu.

Fleiri Instagram-síður á vegum Stjörnunnar hafa svo deilt myndbandinu hjá sér. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

„Það er síðan Íslandsmót eftir 2 vikur sem verður í löglega keppnislendingu svo það verður mjög spennandi að sjá hvort Vala muni slátra þessum banter með því að gera þrefalt (sem engin hefur gert).“ segir Glódís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Í gær

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Í gær

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga