fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur burstaði Stjörnuna í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 21:16

Mynd/Facebook síða Þróttar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík vann stórsigur á Stjörnunni á útivelli í 5. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom gestunum yfir eftir rúman stundarfjórðung eftir fyrirgjöf Andreu Rutar Bjarnadóttur. Þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks fékk Þróttur vítaspyrnu. Katherine Amanda Cousins steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik var 0-2.

Snemma í seinni hálfleik fóru gestirnir úr Laugardalnum svo langt með að gera út um leikinn. Þá skoraði Katherine Amanda annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu. Lea Björt Kristjánsdóttir kom Þrótti í 0-4 eftir rétt rúman klukkutíma leik. Fimmta mark þeirra skoraði svo Shaelan Grace Murison Brown.

Stjarnan klóraði í bakkann með marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur seint í leiknum. Lokatölur 1-5.

Þróttur fer upp í fjórða sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta, með sigrinum. Þær eru með 6 stig eftir fimm leiki. Stjarnan er með 4 stig í sjötta sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög