fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Pepsi-Max: Leiknir sigraði FH, HK-ingar stríddu KR-ingum og jafnt á Víkingsvelli

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fóru fram þrír leikir í 6. umferð Pepsi-Max deildar karla. KR tók á móti HK, FH sótti Leikni heim og þá tók Víkingur á móti Fylki.

KR 1 – 1 HK
1-0 Atli Sigurjónsson (´21)
1-1 Stefan Ljubicic (´84)

KR tók á móti HK á Meistaravöllum. KR hefur átt í erfiðleikum með HK í síðustu leikjum og það breyttist ekki í kvöld. HK byrjaði leikinn af krafti en þegar leikurinn róaðist tók KR yfir. Atli Sigurjónsson kom heimamönnum yfir á 21. mínútu með glæsilegu skoti utan af hægri kanti eftir frábæra pressu Kjartans Henry.

Stefan Ljubicic jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og náði HK þar með að sækja stig úr leiknum.

Leiknir 2 – 1 FH
0-1 Matthías Vilhjálmsson (´21)
1-1 Sævar Atli Magnússon (´22)
2-1 Sævar Atli Magnússon (´58)

Leiknir tók á móti FH á Domusnova vellinum. FH var meira með boltann og stjórnaði leiknum en Leiknismenn sóttu hratt og ógnuðu þannig. Matti Vill braut ísinn á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá Steven Lennon. Það stóð ekki lengi en Sævar Atli jafnaði strax eftir flotta skyndisókn heimamanna.

Eftir tæplega klukkutíma leik þá fékk Leiknir víti sem Sævar Atli skoraði örugglega úr. Þar við sat og sigur Leiknis staðreynd.

Víkingur 2 – 2 Fylkir
0-1 Djair Parfitt-Williams (´43)
1-1 Nikolaj Hansen (´81)
2-1 Helgi Guðjónsson (´86)
2-2 Nikulás Val Gunnarsson (´89)

Víkingar byrjuðu leikinn af krafti en Fylkir skoraði fyrsta mark leiksins á markamínútunni frægu og var það Djair sem skoraði það mark. Víkingar sóttu stíft í seinni og uppskáru á 81. mínútu þegar Nikolaj Hansen kom boltanum í netið. Aðeins fimm mínútum síðar kom Helgi Víkingum yfir og allt stefndi í heimasigur.

Fjórum mínútum síðar jafnaði Nikulás fyrir Fylki með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Birkis. Ótrúlegar lokamínútur í skemmilegum leik sem endaði með 2-2 jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi