fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Bjarney fékk fyrst góðar fréttir en síðan hrundi veröldin – „Fallið var því ansi hátt frá mestu gleði í gríðarlega sorg á nokkrum mínútum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 11:00

Bjarney Bjarnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari er í einlægu og hreinskilnu forsíðuviðtali nýjasta tölublaði Vikunnar.

Hún opnar sig um áföll sem hafa dunið á hana á lífsleiðinni. „Áföllin móta mig og hjálpa mér að setja mig í spor annarra og sýna samkennd. Maður verður jafnframt harðari af sér og lætur hluti ekki koma sér úr jafnvægi jafnauðveldlega. Það eru ekki allir sem vilja ræða áföll sín upphátt en mér finnst mikilvægt að stíga fram og segja frá,“ segir Bjarney í Vikunni.

Bjarney segir frá þeirri erfiðu lífreynslu sem hún fór í gegnum nýlega þegar hún fæddi andvana dóttur sína.

Fallið var hátt

Bjarney varð ólétt eftir nokkrar tilraunir og var mikil löngun í annað barn. Eftir tólf vikna sónar var fósturgalli greindur og voru Bjarney og eiginmaður hennar, Sigurkarl Gústavsson, undirbúin fyrir þeim möguleika að barnið myndi fæðast með Downs-heilkenni. „Það breytti samt engu því við vorum frá upphafi ákveðin í að eiga barnið, sama hvað,“ segir hún.

Í 18 vikna skoðuninni kom í ljós að enginn litningagalli fannst í frumum sem teknar voru úr fóstrinu. Bjarney segir að þau hafi verið mjög hamingjusöm að heyra það. „Síðan í sónarnum kom í ljós að dóttir okkar var látin. Fallið var því ansi hátt frá mestu gleði í gríðarlega sorg á nokkrum mínútum.“

Bjarney þurfti að fæða dóttur sína andvana. „Fyrirfram fannst mér það skelfilegt að láta konur fæða andvana barn sitt […] Dóttir okkar fæddist um fimmleytið um daginn, ég hélt fyrirfram að þá myndi ég missa mig, en um leið og hún var fædd kom einhver ró yfir mig. Það var mjög heilandi í öllu ferlinu að fá að fæða hana, ég grét ekkert, reisti mig strax upp og vildi sjá hana og halda á henni. Það er erfitt að útskýra þetta.“

Bjarney segir að stúlkan hafi verið fullkomin og gáfu þau henni nafnið Sif. Sif verður jörðuð hjá ömmu sinni, móður Bjarneyjar.

Þú getur lesið viðtalið við Bjarneyju í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni