fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Fordæma aðgerðir Ísraels á Gaza-ströndinni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 11:03

Ashraf Amra/Anadolu Agency - Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Hólmkelsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, sendi fyrir hönd þingflokks VG yfirlýsingu á fjölmiðla réttí þessu þar sem Ísraelsstjórn er gagnrýnd vegna ástandsins á Gaza.

VG segja aðgerðir Ísraels gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og mannréttindum og séu lögreglu aðgerðir ísraelskra yfirvalda, sem og viðbrögð þeirra við eldflaugarskotum af Gaza ströndinni með öllu óverjandi.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: 

„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. Þær eru gróf brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og mannréttindum.

Þá eru harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza strönd til Ísraels, loftárásir með fullkomnum vopnum (eða mannlausum drápstækjum) á ofur þéttbýl svæði Palestínumanna, óverjandi. Lögregluaðgerðir ísraelskra yfirvalda gegn mótmælendum í Jerúsalem eru einnig óverjandi.

Vinstri græn hafi ávallt lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað sé friðsam­legra lausna í deil­um fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Raun­veru­leg­ur friður kom­ist aldrei á með vopna­valdi og kúg­un og mik­il­vægt sé að standa vörð um alþjóðalög og brjóta ekki á mann­rétt­ind­um íbúa svæðis­ins.

Þingflokkur Vinstrihreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs minn­ir jafn­framt á samþykkt Alþing­is Íslend­inga frá 2011 um viður­kenn­ingu á sjálf­stæði og full­veldi Palestínu og þar með rétt þeirra til eigin ríkis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar