fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Brynjar segir Bubba tjá sig um mál sem hann hefur ekkert vit á

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens hefur verið gagnrýninn á starfshætti sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á dögunum og þá sérstaklega á aðför þess gegn Helga Seljan, blaðamanni RÚV.

Í færslu sem Brynjar birti á Facebook-síðu sinni í dag talar hann um Bubba sem „poppgoðið“ og segir hann Bubba þurfa að þola gagnrýni þar sem hann hefur gert sig gildandi í pólitískri umræðu.

„Að vísu hefur framganga goðsins í umræðunni falist í stóryrðum um einstaklinga og félög, einkum í málum sem hann hefur hvorki kynnt sér né hefur vit á,“ segir Brynjar í færslunni og gefur í skyn að Bubbi þurfi leiðbeiningu um hvernig verðmæti verði til.

https://www.facebook.com/brynjar.nielsson/posts/1933226220175215

Í gær birti Brynjar pistil á Vísir.is þar sem hann gagnrýndi Bubba og sagði það vera öflugum fyrirtækjum líkt og Samherja að þakka að Bubbi fengi greidd heiðurslaun listamanna.

Brynjar var gagnrýndur af þingmönnunum Guðmundi Andra Thorssyni og Helgu Völu Helgadóttur fyrir orð sín og sagði Jón Óskar myndlistarmaður, að Bubbi þyrfti enga boxhanska til að kýla Brynjar. Hann sæi bara um það sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi