fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Bólusettir Bandaríkjamenn fá að koma til Evrópu í sumar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 08:00

Fullbólusettir Bandaríkjamenn fá fljótlega að koma til ESB. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn, sem hafa lokið við bólusetningu gegn COVID-19, munu geta heimsótt aðildarríki ESB í sumar. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar ESB, skýrði frá þessu í viðtali við The New York Times í gær.

Hún sagðist ekki vita betur en að í Bandaríkjunum væru notuð bóluefni sem Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt til notkunar og það muni gefa Bandaríkjamönnum færi á að ferðast til aðildarríkja ESB.

Hún kom ekki með neinar tímasetningar um hvenær megi reikna með að opnað verði fyrir ferðir Bandaríkjamanna til álfunnar eða hvernig framkvæmdin verður. ESB lokaði fyrir allar ónauðsynlegar komur útlendinga til ESB fyrir rúmlega ári síðan vegna heimsfaraldursins.

CNN hefur eftir Andy Slavitt, aðalráðgjafa Hvíta hússins í málefnum tengdum heimsfaraldrinum, að ummæli von de Leyen séu staðfesting á góðum árangri Bandaríkjamanna við bólusetningar. „Það sem heimurinn er í raun að segja er að hann horfir til Bandaríkjanna, hann horfir á góðan árangur bólusetningaáætlunar okkar. Hann horfir á fækkun smita og um leið og hann veit að við höfum ekki enn lokið verkefninu þá segir hann að Bandaríkjamenn megi koma því þeir beri ekki COVID-19 með sér. Hugsið um þetta. Þetta er ótrúlegt. Fyrir nokkrum mánuðum voru við það ríki heims sem var einna einangraðast varðandi ferðalög. Þetta sýnir bara hversu vel hefur gengið að bólusetja Bandaríkjamenn á síðustu mánuðum,“ sagði hann.

CNN segir að miðað við gögn frá Bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC þá hafi 28% Bandaríkjamanna lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá