fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Hannes tjáir sig um lögleiðingu vændis

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 09:30

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, vill meina að öfgafemínistar séu það sem stendur í veg fyrir lögleiðingu vændis. Hann segir umræðuna aldrei komast á flug vegna þöggunar frá þeim og ásakanir um fordóma. Þetta ræðir hann í Morgunblaðinu í dag.

„Á meðan ég kenndi stjórn­mála­heim­speki í Há­skóla Íslands reyndi ég eft­ir megni að hugsa upp rök með og á móti ólík­um sjón­ar­miðum, reyna á þanþol hug­mynda, rekja þær út í hörg­ul. Heim­spek­in á að vera frjó sam­ræða, ekki ein­ræða. Eitt sí­gilt umræðuefni var hversu langt ríkið mætti ganga í að lög­bjóða það sem er á hverj­um tíma talið gott siðferði. Ætti löst­ur að telj­ast glæp­ur?“ skrifar Hannes en þegar hann var sjálfur nemi í stjórnmálaheimspeki þá var oft rætt um bann við vændi og klámi og bæði rök og mótrök lögð fram.

Hannes vill meina að sú umræða muni aldrei ganga í dag þar sem öfgafemínistar í röðum nemenda séu sífellt háværari og þeir vilji ekki hlusta á nein rök.

„Þetta væri niður­læg­ing og kúg­un kvenna, og með því væri málið út­rætt. Þegar ég hreyfði því til dæm­is, að hugs­an­lega mætti leyfa vændi af mannúðarástæðum, því að til væru hóp­ar, sem gætu ekki vegna lík­ams­lýta eða offitu út­vegað sér rekkju­nauta nema með því að greiða fyr­ir það, var ég sakaður um „fitu­smán­un“ og for­dóma gegn fötluðum,“ segir Hannes.

Hann segir rök þessara kvenna hafa veikst í gegnum árin þar sem milligöngumenn og kúgarar hafa að miklu leyti horfið. Konur selji nú beint aðgang til áhorfenda sinna í gegnum síður á borð við OnlyFans.

„Nokkr­ar kon­ur í Toronto í Kan­ada ráku stofn­un, sem yf­ir­völd töldu vænd­is­hús. Þær mót­mæltu harðlega og skutu mál­inu til dóm­stóla. Þær buðu í fyr­ir­tæki sínu upp á kyn­lífs­leiki, þar sem ekki var um neina beina lík­am­lega snert­ingu að ræða, held­ur voru þær í hlut­verki kval­ara eða drottn­ara, iðulega leður­klædd­ar, í net­sokka­bux­um og með svipu í hendi, og greiddu karl­arn­ir, viðskipta­vin­ir þeirra, fyr­ir að láta niður­lægja sig á ýms­an hátt. Kon­urn­ar unnu málið fyr­ir Hæsta­rétti Kan­ada árið 2013, og komust dóm­ar­arn­ir að þeirri al­mennu niður­stöðu, að bann við vændi svipti kon­ur, sem seldu blíðu sína, laga­vernd og neyddi þær niður í neðanj­arðar­hag­kerfið. Þegar ég las um þetta dóms­mál velti ég því fyr­ir mér, hvernig kalla mætti það niður­læg­ingu kvenna, að þær fengju sér­stak­lega greitt fyr­ir að niður­lægja karla,“ segir Hannes að lokum og bætir við að öfgafemínistar myndi líklegast reyna að banna umræður um þessa spurningu, frekar en að svara henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?