fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Carragher hvetur til byltingar og varar eigendur Liverpool við – „Ykkur verður bolað út úr félaginu á innan við viku“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 19:10

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfæðingur SkySports, telur að stuðningsmenn knattspyrnufélaga, geti komið í veg fyrir að Ofurdeildin verði að veruleika.

Carragher lét þessa skoðun sína í ljós í útsendingu SkySports fyrir leik Leeds United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann kennir eigendum félaganna um þá atburðarrás sem komið hefur verið af stað.

„Það sem þeir (eigendurnir) eru að gera núna er að draga þessi félög, sem hafa lengi verið stór hluti af bresku samfélagi, í gegnum leðjuna. Eina ástæðan fyrir því að Liverpool er í umræðunni sem mögulegur þátttakandi í deildinni er velgengni félagsins í gegnum söguna.“ sagði Carragher.

Hann segir að núverandi eigendur Liverpool, séu að nýta sér velgengni félagsins í gegnum söguna, til þess að græða meira á félaginu.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, lét í ljós skoðun sína á hugmyndum um Ofurdeildina árið 2019 og aftur í kvöld fyrir leik Liverpool gegn Leeds United. Hann er alfarið á móti slíkri deild og er þar af leiðandi á móti áætlunum núverandi eigenda félagsins. Carragher segir eigendurna ekki eiga von á góðu ef Klopp verði látinn fara á næsta 12 mánuðum vegna þessarar skoðunar sinnar.

„Ef þeir láta hann fara á næstu 12 mánuðum vegna þessarar skoðunar, þá get ég fullvisað ykkur um það að þeim verður bolað út úr félaginu á innan við viku,“ sagði Carragher sem ber greinilega mikinn kærleik í garð síns fyrrum félags.

Carragher telur að það sé enn hægt að koma í veg fyrir að Ofurdeildin verði að veruleika.

„Eigendurnir halda að allt sé klappað og klárt varðandi Ofurdeildina, ekki ég. Ég held að stuðningsmenn knattspyrnuliða, vítt og breitt um Bretlandseyjar, geti enn komið í veg fyrir þetta.“

„Eitt af því sem við elskum við þennan leik er rígurinn á milli liða,“ sagði Carragher og beindi orðum sínum til stuðningsmanna knattspyrnuliða.

„Snúum bökum saman, þið, við álitsgjafarnir í sjónvarpi, leikmenn, knattspyrnustjórar, stöndum saman og stoppum þetta. Það er hægt, ég er fullviss um það,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu SkySports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Í gær

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik