fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti III

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið fylgist líka með fótbolta en með hvaða liðum í enska boltanum halda stjörnurnar? Í þessum hluta verður farið yfir hvaða stjörnur styðja félögin Manchester City, Leiceister City, Tottenham og Brighton

Manchester City – Gallagher bræðurnir og David Hasselhoff

Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Gallagher bræðurnir, Noel og Liam, hafa verið harðir stuðningsmenn liðsins í fjölda ára, löngu áður en Sheikh Mansour keypti klúbbinn. Þá er David Hasselhoff einnig stuðningsmaður liðsins og hefur oft mætt á völlin og stutt sína menn til dáða. Söngvarinn Pharrell Williams og ameríski fótboltamaðurinn Aaron Rodgers virðast einnig styðja bláa liðið í Manchester.

Pep og Noel Gallagher

 

 

 

 

 

 

 

 

Leicester City – Gary Lineker

Leicester City hafa náð undraverðum árangri síðastliðin ár. Stjörnunar virðast þó ekki heillaðar af félaginu en helsta stjarnan sem styður þá er fyrrum leikmaður þeirra, Gary Lineker. Gary er talinn vera einn besti framherji í sögu Englands en vinnur nú á BBC við fótboltaumfjöllun. Einnig er hægt að nefna snókerstjörnuna Mark Selby og leikarann David Neilson en báðir eru þeir stuðningsmenn liðsins samkvæmt frétt givemesport.

Gary Lineker

 

 

 

 

 

 

 

Tottenham – Adele og JK Rowling

Liðin í London virðast vera vinsælust á meðal stjarnanna og er Tottenham dæmi um lið sem stjörnurnar eru hrifnar af. Adele er líklega frægasta stjarnan en hún mætir reglulega á leiki hjá liðinu og er harður stuðningsmaður. Þá var lag hennar, Hometown glory, að sögn samið um svæðið í kringum heimavöll liðsins. Þá segjast leikararnir Jude Law, Jason Sudeikis, Harry Potter höfundurinn JK Rowling, Avelino, Annie Mac, AJ Tracey og Dave Bautista öll vera stuðningsmenn liðsins.

Adele

 

 

 

 

 

 

Brighton – Fatboy Slim og Simon Cowell

Brighton er eitt af óvinsælustu liðum deildarinnar meðal stjarnanna. Tónlistarmaðurinn Norman Cook (Fatboy Slim) er einn af frægustu stuðningsmönnum félagsins og hefur oft spilað tónlist sína á vellinum. Þá heldur hinn umdeildi Simon Cowell einnig með félaginu, en hann segist þó hafa lítinn sem engan áhuga á fótbolta svo það er óvíst hvort að vond úrslit hjá Brighton hafi áhrif á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi