fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Fyrsta sýnishornið úr Leynilöggunni – Mótorhjól í Kringlunni, sportbílar og fótboltakappar

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 11:52

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá stiklunni. 10 árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári.

Tveir knattspyrnuleikmenn sem alþjóð ætti að kannast við, þeir Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason, koma að myndinni. Hannes er handritshöfundur og leikstjóri en Rúrik leikur sitt fyrsta hlutverk í bíómynd.

Aðrir handritshöfundar eru þeir Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en sagan er úr hugarheim Auðuns Blöndal, Egils Einarssonar og Hannesar.

Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður.

Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Sjá má glitta í heitustu söngvara landsins, þau Bríeti og Jón Jónsson.

Töluverð eftirvænting er fyrir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð.

Hér fyrir neðan má sjá stutta kitlu úr myndinni en von er á stærri stiklu á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“