fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Helga Vala segir það koma sér á óvart að VG hafi samþykkt þetta – „Ég veit ekki af hverju ég er hissa“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 19:30

Helga Vala Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ansi ósátt með stjórnarflokkana miðað við færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þar ræðir hún um ákvörðun þeirra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra.

„Í dag samþykktu stjórnarflokkarnir allir sem einn að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, án þess að hafa undirbúið hvað taka eigi við. En það var ekki nóg, heldur samþykktu stjórnarliðar líka að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra og færa rannsóknir inn í deild hjá ríkisskattstjóra sem, eins og skattrannsóknarstjóri benti á í umsögn sinni, mun draga úr mætti til skattrannsókna.“

Í færslu sinni segir Helga að hún hafi auðveldlega trúað Sjálfstæðisflokknum til þessara verka, en að stuðningur Vinstri grænna komi henni á óvart. Hún tekur þó fram að henni þykir mótstaðan ekki hafa verið mikil hjá Vinstri grænum, og því viti hún í raun ekki hvers vegna hún sé hissa.

„Ég hefði alla daga trúað Sjálfstæðisflokknum til slíkra verka en er ögn hissa yfir eindregnum stuðningi VG fólks… en mótstaðan þar er nú ekki mikil yfirleitt þessi dægrin svo ég veit ekki af hverju ég er hissa.“

https://www.facebook.com/helgavala/posts/10158199418706728

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“