fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Meirihlutinn í Reykjavík vildi ekki kortleggja asbest í leik- og grunnskólum – Getur valdið lungnakrabbameini

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 10:00

Valgerður Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan bauð Reykjavíkurborg fólki úr skapandi greinum að sækja um leiguhúsnæði í Gufunesi. Húsnæðið er í eigu Reykjavíkurborgar og átti fólk að lagfæra rýmin sjálft. Þegar unnið var við húsnæðið í nóvember síðastliðnum vaknaði grunur um að asbest væri í byggingunni.

Vinnueftirlitið kannaði málið og bannaði vinnu í byggingunni þar sem sýni staðfestu að asbest væri að finna víða í húsnæðinu. Asbest hefur verið lítið notað síðan árið 1983 þar sem að innöndun á asbestryki getur valdið mjög alvarlegum sjúkdómum, til dæmis krabbameini í lungum.

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræðir mál þetta í pistil sem hún ritar í Morgunblaðið í dag. Hún hefur lagt fram tillögu um Heilbrigðiseftirlitið gerði úttekt á stöðu asbests í stofnunum borgarinnar, þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.

„Þess­ari til­lögu var hafnað af meiri­hlut­an­um þar sem hún þótti of kostnaðar­söm og henni myndi fylgja mikið rask. Nú er það svo að á vef Vinnu­eft­ir­lits­ins seg­ir: „Hætt­an sem fylg­ir asbesti er þó eng­an veg­inn úr sög­unni því mikið magn asbests finnst enn í bygg­ing­um, vél­um og bát­um sem fyrr eða síðar þarf að rífa eða gera við. Þessi staðreynd set­ur þær lang­tíma­kröf­ur á stjórn­völd og fyr­ir­tæki að til séu regl­ur sem hægt er að vísa til í slík­um til­fell­um.“ Nú hef­ur meiri­hlut­inn í Reykja­vík neitað að kort­leggja hvar asbest er að finna í borg­inni. Það er með öllu ótækt að sú vitn­eskja sé ekki til staðar og skráð hjá Reykja­vík­ur­borg. Ef Reykja­vík­ur­borg fer ekki að skrá hjá sér hvar asbest eða grun­ur um hvar asbest sé að finna eig­um við það á hættu að fjöldi fólks geti andað að sér asbes­tryki með al­var­leg­um af­leiðing­um,“ segir Valgerður og bendir á að það sé mikilvægt að tryggja það að þegar skaðleg efni líkt og asbest finnast í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar, að skýrir ferlar séu til staðar.

„Því verður að setja strang­ar vinnu­regl­ur og safna upp­lýs­ing­um um hvar asbestið er að finna svo að hægt sé að gera ráðstaf­an­ir þegar þarf að vinna í hús­næði þar sem það finnst, til að tryggja að hvorki börn, starfs­menn né aðrir sem eiga leið um hús­næðið verði fyr­ir meng­un,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“