fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Ísland og Ítalía skildu jöfn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 15:52

Íslenska liðið fagnar sínu marki í leiknum / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía og Ísland mættust í æfingaleik  í Flórens á Ítalíu í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikið var á æfingasvæði ítalska knattspyrnusambandsins í Flórens.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins gerði sjö breytingar á liðinu frá tapinu gegn Ítalíu á dögunum. Sandra Sigurðardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, komu allar inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska landsliðið því strax á fyrstu mínútu komust Ítalir yfir með marki frá Valentinu Giacinti eftir stoðsendingu frá Valentinu Bergamaschi.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 40. mínútu þegar að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði eftir stoðsendingu frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Þar með lýkur landsliðsverkefninu hjá íslenska landsliðinu. Ekki náðist að vinna sigur á Ítalíu en leikirnir tveir vafalaust kærkomnir fyrir komandi átök liðsins undir stjórn Þorsteins en þetta voru hans fyrstu leikir með liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum