fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. apríl 2021 20:00

Mynd/Kraftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Björg Ingibergsdóttir er aðeins 27 ára gömul en hún greindist nýverið með brjóstakrabbamein. Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fjallaði í dag um þá ákvörðun Sóleyjar að raka af sér hárið áður en hún missir það vegna lyfjameðferðar.

„Partur af því að greinast með krabbamein er oft á tíðum hármissir sem er aukaverkun af lyfjameðferðinni,“ segir í færslu Krafts en bæði Kraftur og Sóley veittu DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna. Í færslunni segir frá því að Sóley hafi ákveðið að taka málin í sínar eigin hendur og raka af sér hárið og gefa það til hárkollugerðar áður en hún missir það vegnha lyfjameðferðarinnar.

Hér er verið að klippa lokkana af – Mynd/Kraftur

Sóley tjáir sig um ákvörðunina í færslunni en hún segist hafa gert þetta þar sem mest annað er nú þegar komið úr hennar höndum. „Það sem lífið er nokkurn veginn komið úr mínum höndum og læknarnir stjórna öllu þá ákvað ég að ég myndi stjórna því hvenær ég yrði sköllótt. Þá fór ég að hugsa hvernig ég myndi vilja hafa þetta allt saman og komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði að raka hárið af áður en það myndi byrja að detta og að mig langaði að gefa það til hárkollugerðar,“ segir Sóley.

Sóley með lokkana sem hún ætlar að gefa – Mynd/Kraftur

„Ég ákvað að þetta yrði minn dagur þrátt fyrir tilefnið hafi komið til vegna hluta sem ég stjórna ekki, þannig ég var með allt mitt fólk með mér sem gaf mér ótrúlegan styrk og þetta varð gleðidagur. Þetta er dagur sem ég mun aldrei gleyma og ég er svo þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig sem var tilbúið að hafa gaman með mér.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni sem Kraftur birti fyrr í dag:

https://www.facebook.com/kraftur.org/posts/3894328693990566

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“