fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

West Ham gefur ekkert eftir í baráttunni um Evrópusæti

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 15:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham United tók á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham en leikið var á heimavelli liðsins, London Stadium.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 29. mínútu. Það skoraði Jesse Lingard, lánsmaðurinn frá Manchester United, eftir stoðsendingu frá Vladimir Coufal.

Lingard var síðan aftur á ferðinni á 44. mínútu er hann kláraði auðvelt færi eftir undirbúning frá Jarod Bowen. Staðan var því 2-0 fyrir Hamrana þegar flautað var til hálfleiks.

Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik bætti Jarrod Bowen við þriðja marki West Ham eftir stoðsendingu frá Tomas Soucek.

Kelechi Iheanacho, minnkaði muninn fyrir Leicester City með marki á 70. mínútu eftir stoðsendingu frá Ricardo Pereira.

Iheanacho var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann bætti við öðru marki Leicester. Nær komust gestirnir hins vegar ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 3-2 sigur West Ham því staðreynd. Sigurinn er mikilvægur fyrir liðið sem er í harðri baráttu um Evrópusæti. West Ham situr í 4. sæti deildarinnar með 55 stig, einu stigi á eftir Leicester City sem vermir þriðja sæti deildarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“