fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Newcastle kom til baka gegn Burnley og vann mikilvægan sigur – Jóhann Berg spilaði 90 mínútur

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 12:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Newcastle en leikið var á heimavelli Burnley, Turf Moor.

Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley í leiknum og spilaði 90 mínútur.

Fyrsta mark leiksins kom á 18. mínútu. Það skoraði Matej Vydra eftir stoðsendingu frá Chris Wood. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Leikmenn Newcastle United bitu hins vegar frá sér í seinni hálfleik. Jacob Murphy, jafnaði metin fyrir Newcastle með marki á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá Allan Saint-Maximin.

Tæpum fimm mínútum síðar kom Allan Saint-Maximin, Newcastle yfir með marki eftir stoðsendingu frá Jonjo Shelvey og Newcastle því búið að snúa leiknum sér í vil.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og mikill karaktersigur Newcastle United því staðreynd. Sigurinn er gífurlega mikilvægur fyrir Newcastle sem er í fallbaráttu. Liðið situr í 17. sæti með 32 stig eftir leik dagsins, sex stigum frá fallsæti.
Burnley situr í 15. sæti með 33 stig, sjö stigum frá fallsæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad