fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Zlatan sá rautt í sigri Milan – Parma á leið niður

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 17:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan sigraði Parma í leik sem var að ljúka þessu. Milan styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti á meðan útlitið er orðið enn svartara fyrir Parma í fallbaráttunni.

Ante Rebic kom gestunum frá Mílanó yfir strax á 8.mínútu leiksins. Franck Kessie gerði stöðuna svo ansi erfiða fyrir Parma með marki rétt fyrir leikhlé.

Eftir klukkutíma leik fékk sjálfur Zlatan Ibrahimovic rautt spjald. Það virtist sem svo að hann hafi fengið það fyrir ljótt orðbragð við dómara leiksins eftir að ákvörðun hafði fallið gegn Milan.

Parma minnkaði muninn stuttu seinna með marki frá Riccardo Gagliolo. Þeir pressuðu svo á tíu leikmenn Milan í lokin en náðu ekki að jafna. Í staðinn skoraði Rafael Leao þriðja mark Milan eftir skyndisókn í blálokin.

Milan er, sem fyrr segir, í öðru sæti Serie A. Þeir eru þó enn 8 stigum á eftir Inter, sem á leik til góða. Sigurinn var samt sem áður mjög mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Parma er aftur á móti í ansi slæmri stöðu í næstneðsta sæti. Það eru 4 stig upp í Torino sem er í síðasta örugga sætinu og á í þokkabót tvo leiki til góða á Parma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“