fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham telur að Manchester United geti gleymt því að reyna næla í Gulldreng Evrópu, framherjann Erling Braut Haaland, framherja Dortmund.

Haaland hefur farið á kostum með Dortmund eftir að hann gekk til liðs við liðið frá Red Bull Salzburg og talið næsta víst að hann fari frá Dortmund í sumar. Stærstu félög Evrópu eru á eftir kappanum.

„Þeir (Manchester United) geta ekki fengið Haaland til liðs við sig. Mér þykir það leitt en þeir eru ekki nægilega góðir, afhverju ætti hann að fara til Manchester United?,“ sagði O’Hara í viðtali á Talksport.

Hann telur að Manchester United geti um þessar mundir ekki barist við lið á borð við Manchester City, Real Madrid og Barcelona sem hafa öll sýnt áhuga á að fá Haaland til liðs við sig.

„Haaland mun ekki fara til Manchester United þar sem að er talið að liðið gæti unnið eitthvað. Hann mun fara þangað sem hann vinnur allt,“ sagði O’Hara við Talksport.

Haaland hefur skorað 34 mörk í 37 leikjum fyrir Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig