fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham telur að Manchester United geti gleymt því að reyna næla í Gulldreng Evrópu, framherjann Erling Braut Haaland, framherja Dortmund.

Haaland hefur farið á kostum með Dortmund eftir að hann gekk til liðs við liðið frá Red Bull Salzburg og talið næsta víst að hann fari frá Dortmund í sumar. Stærstu félög Evrópu eru á eftir kappanum.

„Þeir (Manchester United) geta ekki fengið Haaland til liðs við sig. Mér þykir það leitt en þeir eru ekki nægilega góðir, afhverju ætti hann að fara til Manchester United?,“ sagði O’Hara í viðtali á Talksport.

Hann telur að Manchester United geti um þessar mundir ekki barist við lið á borð við Manchester City, Real Madrid og Barcelona sem hafa öll sýnt áhuga á að fá Haaland til liðs við sig.

„Haaland mun ekki fara til Manchester United þar sem að er talið að liðið gæti unnið eitthvað. Hann mun fara þangað sem hann vinnur allt,“ sagði O’Hara við Talksport.

Haaland hefur skorað 34 mörk í 37 leikjum fyrir Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“