fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Jurgen Klopp brjálaður yfir þessu atviki frá því í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 09:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano í Meistaradeild Evrópu í gær. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega. Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn.

Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.

Juren Klopp stjóri Liverpool var verulega óhress með frammistöðu dómaranas og þá sérstaklega í atviki í aðdraganda marksins sem Asensio skoraði fyrir Real Madrid. Brotið var á Sadio Mane á hinum enda vallarins að mati Klopp.

„Staðan með Sadio er sú, ég er ekki viss um hvað dómarinn gerði í leiknum. Þetta virtist persónulegt,“ sagði Klopp um frammistöðu Felix Brych dómara.

„Ég sagði honum það eftir leik, hann var ósanngjarn við Sadio. Hann tapaði ekki leiknum fyrir okkur en við þurftum bara ágætan dómara í leiknum.“

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube