fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Kynþáttafordómar í enska boltanum – ,,Sláandi að það að skora tvö mörk geti vakið upp svona viðbrögð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 23:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikmenn í enska boltanum hafa fengið niðrandi skilaboð vegna kynþáttar þeirra á samfélagsmiðlum um helgina. Báðir fengu þeir skilaboðin í kjölfar þess að hafa tekið þátt í leikjum með liðum sínum. Facebook hefur brugðist við.

Annar leikmaðurinn er Callum Robinson, sem skoraði tvö mörk fyrir WBA í 2-5 sigri gegn Chelsea í gær. Undir færslu á Instagram sem hann birti eftir leik skildi einn eftir apatákn (e.monkey emojis).

WBA tilkynnti þetta til lögreglu og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir skilaboðin.

,,Það er sláandi að það að skora tvö mörk í knattspyrnuleik geti vakið upp svona viðbrögð,“ er meðal þess sem stendur í yfirlýsingunni.

Þá varð Jamal Lowe, leikmaður Swansea, einnig fyrir aðkasti af rasískum toga á Instagram eftir 1-0 tap gegn Birmingham á föstudagskvöld. Áðurnefnd apatákn voru einnig send á hann.

,,Það eru mörg fífl þarna úti,“ skrifaði Lowe á reikning sinn ásamt því að birta skilaboðin sem hann fékk.

Facebook, sem á Instagram, hefur eytt reikningnum sem notaður var til að skrifa skilaboðin til Lowe. Samfélagsmiðlar hafa verið hvattir til að taka harðar á kynþáttaníði á sínum miðlum undanfarið. Facebook sendir því jákvæð skilaboð með viðbrögðum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“