fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Tvö skilyrði fyrir áframhaldandi dvöl Lingard hjá Manchester United

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham en hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar.

Lingard hefur skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í 7 leikjum með West Ham í ensku úrvalsdeildinni og vann sér um leið sæti í enska landsliðinu.

Lingard var ekki í náðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United og því var talið best að hann færi á láni frá félaginu.

Undanfarnar frammistöður Lingard með West Ham hafa opnað á þá spurningu hvort hann eigi sér framtíð hjá Manchester United eftir allt saman.

Samkvæmt ESPN, setur Lingard tvö skilyrði fyrir því að hann snúi aftur til Manchester United og haldi áfram að vera leikmaður félagsins.

Í fyrsta lagi vill hann spila reglulega. Það hlutverk hefur hann fengið hjá West Ham og vill ekki snúa aftur í sama gamla farið hjá Manchester United.

Í öðru lagi vill hann fá nýjan samning hjá Manchester United ef hann á að vera þar áfram. Aðeins rúmt eitt ár er eftir af núverandi samning Lingard við Manchester United.

Boltinn liggur hjá forráðamönnum Manchester United. Munu finna pláss fyrir Lingard í leikmannahóp liðsins sem hentar hans þörfum eða láta þeir hann fara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn