Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4-1 sigri Íslands.
Hér verður farið yfir það góða og slæma í leik íslenska liðsins.
Plús +
Íslenska liðið átti þennan leik algjörlega og stjórnaði honum vel.
Liðið skoraði mörk! Það hefur vantað í leikjum liðsins upp á síðkastið. Ísland hafði fyrir leikinn í kvöld skorað 4 mörk í 10 leikjum.
Mikið var rætt og ritað um að Sveinn Aron hafi verið valinn í byrjunarliðið fyrir leikinn og margir sem gagnrýndu ákvörðun Arnars Þórs. Sveinn Aron stóð sig vel í leiknum og komst vel frá honum, spilaði rúmar 60 mínútur.
Íslenska liðið náði í sín fyrstu stig í keppninni eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur umferðunum. Mun vonandi gefa liðinu sjálfstraust og sigurtilfinninguna en hafa ber þó í huga að Liechtenstein er ekki sterkt lið.
Liðið stjórnaði leiknum örugglega og það gaf þjálfarateyminu tækifæri til að rótera liðinu í hálfleik og fljótlega í seinni hálfleik. Leikmenn á borð við Aron Einar og Jóhann Berg þurftu því ekki að spila eins mikið.
Aðdragandi beggja markanna var góður og sér í lagi í seinna markinu þar sem frábær sending Arons Einars inn á teig og góður leikskilningur Arnórs Ingva komu Birki Bjarna í góða stöðu.
Mínus –
Fátt sem er hægt að setja út á í leik íslenska liðsins. Hjörtur Hermannsson, klúðraði hins vegar dauðafæri sem hefði komið Íslandi í stöðuna 3-0 á 56. mínútu, öll mörk telja.
Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik fékk varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson sannkallað dauðafæri til að koma Íslandi í 3-0. pic.twitter.com/wRE1RnJhxa
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 31, 2021
Íslenska liðið náði ekki að halda hreinu. Set spurningamerki við Rúnar Alex í markinu sem Ísland fékk á sig en það kom beint úr hornspyrnu.