fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Davíð segir margt hægt að læra af mótinu – „Langaði að taka fleiri skref saman“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 19:00

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á Evrópumótinu gegn Frakklandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Ísland endar í neðsta sæti G-riðils án stiga, liðið skoraði 1 mark á mótinu og fékk á sig 7 mörk.

Davið Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að íslenska liðið geti lært margt af leikjunum þremur sem spilaðir voru í mótinu.

„Við erum ekkert sáttir við að tapa leikjunum svo það sé bara alveg á hreinu. Mér finnst að í öllum leikjunum eigum við góð móment. Við eigum líka kafla sem við þurfum að læra af, erfiða kafla.“ 

„Leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og við settum hann upp, það komu líka kaflar í hinum leikjunum sem voru þannig. Við vorum einbeittir í kvöld en á þessu hæsta gæðastigi þá er okkur refsað fyrir minnstu mistök.“

En kom það Davíði á óvart hversu sterk liðin á mótinu voru? voru þau sterkari en hann bjóst við?

„Nei þau voru ekki sterkari en ég bjóst við. Bara frábær lið, öll liðin.“

Væntingar íslenska liðsins fyrir mót var að ná að komast í útsláttarkeppni mótsins sem verður spiluð í sumar en það gekk ekki eftir.

„Við fórum ekkert leynt með það fyrir mót að okkur langaði að taka fleiri skref saman. Það voru fleiri leikir í boði í maí í útsláttarkeppninni sem okkur langaði að ná og við lögðum upp með það.“

„En aftur á móti lögðum við líka upp með að læra af leikjunum okkar á þessu móti þó svo að úrslitin hafi ekki farið eins og við vildum þá er hægt að læra af leikjunum og taka það með sér. Þetta er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið og hér fengum við bara stærsta sviðið í fangið og þurfum að reyna nýta allt sem við upplifðum hér.“

Hvað er það sem stendur upp úr á mótinu hjá Davíði?

„Það sem stendur upp úr að mörgu leyti er bara að við sýndum að í erfiðum mómentum verðum við sem landslið og þjóð alltaf að halda áfram og vinna okkur út úr erfiðum aðstæðum. Við gerðum það og unnum okkur út úr erfiðum kafla í hverjum einasta leik.“

„Við sýndum líka í mótinu að við eigum góða fótboltamenn og það eru góðir fótboltamenn á leiðinni.“ sagði Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðsins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum