fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir úr lokaleik Íslands á Evrópumótinu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 17:55

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á Evrópumótinu gegn Frakklandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna íslenska liðsins.

Elías Rafn Ólafsson 5 – Gat lítið gert í mörkum Frakka en var annars öruggur í sínum aðgerðum.

Valgeir Lundal – 5 Virkaði daufur á mig fram á við, svona miðlungsleikur hjá Valgeiri þar sem hann náði ekki að sýna mikið

Finnur Tómas Pálmason – 5 ágætis leikur hjá Finn en hefði geta hjálpað meira til að koma í veg fyrir annað mark Frakka.

Ari Leifsson – 5 Miðverðir íslenska landsliðsins áttu allir svipaðan leik. Fínustu frammistöður en ekkert aukalega.

Róbert Orri Þorkelsson 5 – Steig ekki upp með varnarlínu Íslands í öðru marki Frakka og spilaði leikmann þeirra réttstæðan í aðdraganda marksins.

Kolbeinn Birgir Finnsson 6 – Finnst Kolbeinn hafa komist vel frá leiknum, átti góða spretti í leiknum og komst stóráfallalaust frá leiknum.

Andri Fannar Baldursson 7 – Átti fínan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. Besti maður Íslands í leiknum.

Mikael Neville Anderson 6 – Fínasti leikur hjá Mikael gegn spræku liði Frakka, átti sína spretti upp vinsti kantinn.

Kolbeinn Þórðarsson 6 – Harðduglegur og lét finna fyrir sér í leik þar sem Ísland var mun minna með boltann. Hefði þó geta gert betur í aðdraganda fyrsta marksins hjá Frökkum, elti ekki markaskorarann Guendouzi inn í teig.

Brynjólfur Willumsson 6 – Var mjög vinnusamur í leiknum og vann vel til baka með það að markmiði að komast í boltann.

Valdimar Þór Ingimundarsson 5 – Fannst Valdimar vera týndur í leiknum og lítið í boltanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“