fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ástæðan fyrir því að Rachel Bilson var „mjög svekkt“ yfir beiðni Rami Malek

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. mars 2021 14:44

Rachel Bilson og Rami Malek. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rachel Bilson lætur allt flakka um samskipti sín og fyrrverandi skólafélaga og leikarans Rami Malek.

Í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert, með Dax Shepard og Monica Padman, segir Rachel frá beiðni Rami um um að eyða mynd af þeim á menntaskólaárunum. Rachel hafði nýlega deilt henni á Instagram.

Rachel segir að hún hafi verið „svekkt yfir því hvernig þetta var höndlað.“

Voru góðir vinir

Í febrúar 2019 deildi Rachel mynd af sér og Rami á unglingsaldri, en þau gengu í sama menntaskóla og voru góðir vinir. Með myndinni skrifaði hún: „Hey @ramimalek hvar fékkstu þessa gullkeðju? #tbt #oscarworthy #dontforgetthelittlepeople.“

En samkvæmt Rachel var Rami ekki hrifinn af myndbirtingunni. Hún fékk skilaboð frá honum stuttu seinna. „Ég var nýbúin að deila mynd af okkur. Við vorum mjög nördaleg, bara nördalegasta myndin af báðum okkar. En ég deildi henni því hún er fyndin og mér finnst það mikilvægt að fólk getur gert grín að sér sjálfu.“

Viðbrögð Rami voru þó önnur en hún bjóst við. „Ég fékk skilaboð frá honum, hann sagði ekki: „Hey! Hvernig hefurðu það?“ Heldur bara: „Ég myndi kunna að meta það ef þú myndir eyða myndinni. Ég er mjög hlédrægur (e. private person).“

„Ég var alveg: „Ó sjit! Ókei.“ Mér varð heitt og ég byrjaði að svitna. Ég var mjög stressuð. Hann var mjög góður vinur minn, þetta er fyndin mynd. Ég tek mig sjálfa ekki það alvarlega.“

Samkvæmt Rachel var Rami ekki hrifinn af myndinni. „Ég þekki stílistann hans og hún var alveg: „Þetta er ekki frábær mynd af honum.“ Þetta var rétt fyrir Óskarsverðlaunahátíðina og ég man að Josh Schwartz sagði: „Þú gerðir honum enga greiða. Hann er að fara að fá tilnefningu.“

Rachel fjarlægði myndina og sendi Rami afsökunarbeiðni, en fékk ekkert svar.

„Sem er í lagi. En ég var mjög svekkt því hann hefur alltaf verið svo vingjarnlegur og við vorum góðir vinir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“