fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Grunaður morðingi handtekinn 42 árum eftir morðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 22:00

Evelyn Kay Day og James Herman Dye. Myndir:Lögreglan og fangelsismálayfirvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var James Herman Dye, 64 ára, handtekinn í Kansas í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa myrt konu í Colorado í nóvember 1979. Það var DNA sem varð honum að falli.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Dye sé grunaður um að hafa beitt Evelyn Kay Day, 29 ára, kynferðislegu ofbeldi og síðan kyrkt hana í nóvember 1979.

Dye er nú í haldi í fangelsi í Wichita í Kansas en bíður þess að verða framseldur til Colorado.

Fram kemur í umfjöllun CNN að Dye hafi verið yfirheyrðu 22. mars og hafi þá neitað að vita nokkuð um morðið eða hver Day var. Hún starfaði á næturvöktum í tilraunastofu í skóla í Greeley. Síðast sást til hennar á lífi klukkan 22 þann 26. nóvember 1979. Þegar hún hafði ekki skilað sér heim næsta dag tilkynnti eiginmaður hennar, Stanley Charles Day, um hvarf hennar. Samstarfsfólk hennar fann bíl hennar síðdegis 27. nóvember og var lík hennar í aftursætinu. Hún hafði verið kyrkt með beltinu úr frakka hennar.

Enginn var handtekinn vegna málsins á sínum tíma en nokkrir voru yfirheyrði og sönnunargagna var aflað. Málið var tekið til rannsóknar á nýjan leik á síðasta ári í þeirri von að hægt yrði að hafa uppi á morðingjanum með nútímalegum rannsóknaraðferðum í erfðafræði. Þegar erfðaefni, sem fannst á líkinu var borið saman við upplýsingar í ýmsum gagnagrunnum lögreglunnar og rannsóknarstofa gaf það svörun við erfðaefni Dye. Erfðaefni úr honum fannst í leggöngum Day, undir nöglum hennar og á frakkaermi.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Dye var nemandi í skólanum, sem Day starfaði í, þegar hún var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Í gær

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum