fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Jón Þór rýfur þögnina eftir uppákomuna í desember – „Gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson fyrrum landsliðsþjálfari hjá íslenska kvennalandsliðinu hefur í fyrsta sinn rætt um brotthvarf sitt frá liðinu í desember. Jón Þór fer ekki djúpt í viðskilnað sinn við KSÍ en snertir þó á málinu í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football.

Jón Þór vék úr starfi í desember eftir miður skemmtilega uppákomu í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Málið fór í fréttirnar skömmu síðar og eftir fund með KSÍ var Jón Þór horfin á braut, við starfinu tók Þorsteinn Halldórsson.

„Ertu alveg sáttur við Laugardalinn við eftir viðskilnað þinn?,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football við Jón Þór í þætti dagsins.

Jón Þór var ekki lengi að hugsa um og sagði. „Nei, það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með. Ég geri mikil mistök og hef sagt frá því og beðist afsökunar á því öllu, ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM. Ég fagnaði því rækilega, ég hefði viljað að betur yrði staðið að þessum starfslokum. Það er margt þar sem er ósagt, ég er ekki kominn hérna til að greina frá öllu,“ sagði Jón Þór í hlaðvarpsþættinum.

Jón Þór svaraði ekki símanum eftir atvikið og ákvað að bíða með að tjá sig. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem í kjölfari fylgdi. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin.“

Jón Þór segist ætla ræða málin nánar og greina frá því sem gekk á síðar. „Við munum taka þetta við gott tækifæri, fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs,“ sagði Jón Þór

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Í gær

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það