fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Íslenska þjóðin á útopnu yfir málefnum Viðars – Rikki G segir – „Arnar Þór laug blákalt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. mars 2021 11:43

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi heitar umræður hafa skapast eftir að Arnar Þór Viðarsson lét þau ummæli falla að Viðar Örn Kjartansson hafi ekki mætt mæta í verkefni íslenska landsliðsins sem nú er í gangi. Segja má að íslenska þjóðin hafi haft ansi sterkar skoðanir á öllu er við kemur landsliðinu eftir slæmt tap í Armeníu í gær.

Eftir leikinn í gær setti Guðjón Þórðarson fram samsæriskenningu um fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar sem virðst vera úr lausu lofti gripin.

Síðan steig Arnar Þór fram og sagði að norska félagið Valerengea hafði meinað Viðari Erni að vera í landsliðsinu, ástæðan líklega sú að í Noregi þarf leikmaður að fara í sóttkví við heimkomu.

Fjölskylda Viðars steig strax fram og sagði þetta ósatt. Mikil umræða hefur átt sér stað um Viðar Örn eftir að Arnar Þór valdi hann ekki í sinn fyrsta landsliðshóp. Umræðan var svo meiri og háværari í gær eftir slæmt tap Ísland gegn Armeníu í undankeppni HM. Starfsmaður Valerengea segir svo að það sé ekki rétt að Viðari hafi verið bannað að fara í landsleikina. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen Ingibrigtse yfirmaður íþróttamála hjá félaginu við við Fótbolta.net í dag.

Rikki G segir Arnar ljúga:

Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 segir að Arnar hafi verið að ljúga til um fjarveru Viðars. „Viðar Örn Kjartansson verður í sérstöku viðtali við mig í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Arnar Þór Viðarsson laug blákalt þegar hann var sagði að Valerenga hafi neitað Viðari Erni að ferðast með landsliðinu,“ skrifar Rikki á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar