fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Kolbeinn ósáttur við ódýr mörk sem Ísland fékk á sig en ánægður með viðbrögð leikmanna

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 16:07

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Birgir Finnson, leikmaður íslenska u-21 árs landsliðsins, var í byrjunarliði liðsins í 2-0 tapi gegn Danmörku í dag. Kolbeinn lék allan leikinn í liði Íslands.

Hann er svekktur með byrjun íslenska liðsins en ánægður með það hvernig liðið brást við eftir að hafa lent undir.

„Við erum fyrst og fremst bara svekktir að hafa farið tómhentir úr þessum leik. Svekktir með byrjunina og að hafa fengið á okkur ódýr mörk í byrjun.“

„Upplifun mín af leiknum er sú að við rifum okkur í gang í seinni hálfleik og sýndum úr hverju við erum gerðir.“

Íslenska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik, hvað var sagt í hálfleik?

„Það voru gerðar ákveðnar, litlar taktískar breytingar sem við lögðum upp með. Mér fannst það virka á köflum mjög vel , við ætluðum að stíga aðeins betur á móti þeim, því við fundum að þegar að við gerðum það lentu þeir í veseni.“

Ísland á litla möguleika á að komast upp úr sínum riðli eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni. Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Frakklandi þann 31. mars næstkomandi.

„Við ætlum auðvitað bara að fara í þann leik til að vinna hann. Við spilum bara upp á stoltið, þetta gæti verið síðasti leikurinn sem margir af okkur eru að spila saman. Við ætlum bara að njóta þess og gefa allt í þetta,“ sagði Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær